Skilmálar


Skilafrestur og Endurgreiðsluréttur:

 Kaupandi hefur 14 daga til þess að hætta við kaupin, Viðkomandi fær þá gjafabréf fyrir sömu upphæð eða valið vörur í vefverslun fyrir sömu upphæð ef neðan greind skilyrði eru uppfyllt. Varan skal vera ónotuð, henni sé skilað í góðu lagi, í uppunalegum umbúðum. Skilafrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakenda. Hægt er að endursenda vöru til Alpha Active ehf að Daggarvöllum 6A 221 Hafnarfirði. Endur sending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenda.

Friðhelgi

  1. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.Notkun á persónuupplýsingum
  2. Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
  3.  Lög og varnarþing 

    Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Alpha Active ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

  4.  Þjónustuskilmálar

Hægt er að hafa samband við starfsmann í síma 6123535 eða 6630383 varðandi það að nálgast keypta vöru.

 Við sendum vörur um land allt og sendandi sækir vöruna á pósthús ef hann kýs að gera það.

Ef viðskiptavinur verslar fyrir 15.000 kr eða meira getur hann fengið vörurnar sendar heim til sín sér að kostnaðarlausu ef hann býr þar sem Íslandspóstur sendir heim að dyrum ef ekki þá sækir viðkomandi vöruna á næsta pósthús sér að kostnaðarlausu.

Einnig geta viðskiptavinir sem versla undir 15.000 kr valið að fá vörurnar sendar heim gegn 1500 kr gjaldi.

Einnig geta viðskiptavinir sem versla undir 15.000 kr valið að sækja vörurnar á pósthús gegn 1000 kr gjaldi.

 Viðskiptavinur fær SMS þegar pakkinn er kominn á pósthús.